Skógræktarfélag Mosfellsbæjar

Fréttir

Hættustig almannavarna vegna mögulegra gróðurelda, frá 11. maí 2021

Öll meðferð opins elds er bönnuð á Suðurlandi og Vesturlandi, frá Eyjafjöllum að Breiðafirði, meðan hættustigið varir. Bannið gildir þar til aflétting verður tilkynnt. Brot varða sektum.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar biður fólk að gæta ítrustu varkárni á skógræktarsvæðum félagsins og í nágrenni þeirra, til að lágmarka hættu á gróðureldum og verja skóglendið fyrir mögulegum gróðureldum. Fylgjum öll eftirfarandi tilmælum.

 • Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamínur, grill, varðeldar, flugeldar, reykingar og fleira)
 • Ekki nota grill, hvorki einnota grill né venjuleg grill
 • Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista
 • Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er
 • Kanna flóttaleiðir við sumarhús
 • Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun
 • Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta)

Upplýsingar um hættur vegna gróðurelda:

 

Aðalfundur 18. maí 2021

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar 2020
 3. Reikningar félagsins 2020
 4. Lagabreytingar
 5. Ákvörðun um félagsgjöld 2021
 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda
 7. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands halda erindi um stöðu, hlutverk og framtíðarsýn Skógræktarfélags Íslands.

Vinsamlega athugið að vegna Covid-19 verður farið eftir tveggja metra reglunni, spritt á staðnum og engar veitingar að loknum fundi.

Tillögur að breytingum á lögum félagsins verða lagðar fram til samþykktar á fundinum.

__________

Umhverfisviðurkenning Mosfellsbæjar 2020

Umhverfisviðurkenning Mosfellsbæjar 2020

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hlaut Umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2020 fyrir uppbyggingu fallegra skógarlunda og útivistarsvæða sem fegra umhverfi bæjarins og stuðla að aukinni útivist og heilsurækt íbúa. Félagið þakkar Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir...

Jólaskógur 2019

Jólaskógur 2019

Jólatrjáasalan í Hamrahlið verður opin frá 8. desember til 23 desember. Opið verður kl. 10.00 -16.00 um helgar. Vikuna 9. til 13. desember verður opið kl. 12.00 - 14.00. Vikuna 16. til 20. desember verður opið kl. 12.00 - 18.00. Opið á Þorláksmessu kl. 10.00 - 16.00 ...

Samstarfsaðilar