Skógræktarfélag Mosfellsbæjar

Fréttir

Aðalfundur 2023

 

Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar 2023 verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar 2022
3. Reikningar félagsins 2022
4. Ákvörðun um félagsgjöld 2023
5. Kosning stjórnar og endurskoðenda
6. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fjalla um hrýfi út frá ýmsum hliðum. Með hrýfi er átt við hrjúfleika lands og ástæður þess að allir ættu að hrífast með skógrækt. Boðið verður upp á veitingar að aðalfundi loknum.

Umhverfisviðurkenning Mosfellsbæjar 2020

Umhverfisviðurkenning Mosfellsbæjar 2020

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hlaut Umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2020 fyrir uppbyggingu fallegra skógarlunda og útivistarsvæða sem fegra umhverfi bæjarins og stuðla að aukinni útivist og heilsurækt íbúa. Félagið þakkar Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir...

Jólaskógurinn í Hamrahlíð

Jólaskógurinn í Hamrahlíð

Jólatrjáasalan í Hamrahlið er opin alla daga síðustu tvær vikur fyrir jól. Í Hamrahlíðinni er vinsælt að fara út í skóg til að leita að rétta jólatrénu og saga sjálfur. Margir kjósa líka að velja úr trjám sem búið er að saga og stillt er upp nálægt kofanum. Einnig eru...

Förum varlega með eld

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar biður fólk að gæta ítrustu varkárni á skógræktarsvæðum félagsins og í nágrenni þeirra, til að lágmarka hættu á gróðureldum og verja skóglendið fyrir mögulegum gróðureldum. Hringið strax í 112 ef vart verður við gróðureld. Upplýsingar um hættur vegna gróðurelda:

Samstarfsaðilar