Skógræktarfélag Mosfellsbæjar

JSkógræktarfélag Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar var stofnað 20. maí 1955. Tildrög þess voru að á 45 ára afmæli Kvenfélags Lágafellssóknar gaf Dr. Helgi Tómasson félaginu 450 plöntur úr gróðrarstöð sinni til gróðursetningar. Til stofnfundar var boðað af undirbúningsnefnd Kvenfélags Lágafellssóknar og Ungmennafélags Aftureldingar. Stofnendur voru 88 og þrjú félagasamtök gerðust meðlimir, Ungmennafélagið Afturelding, Kvenfélag Lágafellssóknar og Skógræktarfélag kvenskáta við Hafravatn.

Fyrsti formaður félagsins var Guðjón Hjartarson á Álafossi. Með honum í stjórn voru kosin Jóel Jóelsson Reykjahlíð, Helga Magnúsdóttir Litlalandi, Freyja Norðdahl Reykjum og Valgerður Guðmundsdóttir Seljabrekku.

Formenn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar frá stofnun:
     1955-1960  Guðjón Hjartarson, Álafossi
     1960-1980  Ingigerður Sigurðardóttir, Reykjalundi 
     1980-1985  Jón Zimsen 
     1985-2003  Guðrún Hafsteinsdóttir 
     2003-2008  Elísabet Kristjánsdóttir 
     2008-2014  Þuríður Yngvadóttir 
     2014-2018  Kristín Davíðsdóttir 
     2018-         Björn Traustason

Fyrsta plöntun Skógræktarfélagsins var kringum Hlégarð vorið 1956. Fljótlega fékk félagið sinn reit í Hamrahlíðinni, þar sem nú blasir við myndarlegur barrskógur og ánægjulegt hve margir eiga leið þar um. Á þessum árum þótti mikil bjartsýni að planta trjám, margir töldu það óðs manns æði. En annað kom á daginn og fyrir tilstuðlan félagsins hafa mörg fellin í sveitarfélaginu verið klædd skógi. Árið 1990 hófst svo kallað Landgræðsluátak, sem skógræktarfélög landsins hafa tekið þátt í, og frá þeim tíma varð mikil aukning á gróðursetningu hjá félaginu. Vinnuskóli Mosfellsbæjar fékk þá vinnu við gróðursetningu og hefur svo verið til þessa dags. Helstu skógræktarsvæði félagsins eru Hamrahlíð og norðurhlíð Úlfarsfells, Lágafell, Reykjahvolshlíð, Helgafell að norðan, Norður Reykir, Æsustaðahlíð, Varmaland, Háaleiti og Langihryggur.    

Stjórn og varastjórn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2024:
     Björn Traustason, formaður
     Ívar Örn Þrastarson, varaformaður
     Gísli Jón Magnússon, gjaldkeri
     Grétar Páll Jónsson, ritari
     Kristín Davíðsdóttir, meðstjórnandi
     Hrefna Hrólfsdóttir, meðstjórnandi
     Samson Bjarnar Harðarson, meðstjórnandi
     Björk Gísladóttir, varamaður
     Ásdís Guðmundsdóttir, varamaður
     Jóhannes H. Steingrímsson, varamaður