Jólatrjáasalan í Hamrahlið verður opin frá 8. desember til 23 desember.

Opið verður kl. 10.00 -16.00 um helgar. Vikuna 9. til 13. desember verður opið kl. 12.00 – 14.00. Vikuna 16. til 20. desember verður opið kl. 12.00 – 18.00. Opið á Þorláksmessu kl. 10.00 – 16.00 

Í Hamrahlíðinni er vinsælt að fara út í skóg til að leita að rétta jólatrénu og saga sjálfur. Margir kjósa líka að velja úr trjám sem búið er að saga og stillt er upp nálægt kofanum.

Einnig eru til sölu lifandi jólatré í potti og tröpputré sem standa á trjádrumbi. Tröpputrén eru 0,5-1m há og kosta 3.000-8.000 kr. Jólarén í potti eru 0,8-1,5m á hæð og kosta 9.000-20.000 kr. Skilagjald er á pottum frá því í fyrra, 1.000 kr. fyrir stóra potta og 500 kr. fyrir litla potta.

Tökum einnig á móti hópum í Hamrahlíð og á öðrum svæðum skógræktarfélagsins eftir samkomulagi.

Sími félagsins eru 867-2516 og netfang skogmos@internet.is

Veljum íslensk jólatré!