Jólatrjáasalan í Hamrahlið er opin alla daga síðustu tvær vikur fyrir jól. Í Hamrahlíðinni er vinsælt að fara út í skóg til að leita að rétta jólatrénu og saga sjálfur. Margir kjósa líka að velja úr trjám sem búið er að saga og stillt er upp nálægt kofanum. Einnig eru til sölu lifandi jólatré í potti og tröpputré sem standa á trjádrumbi. Við tökum einnig á móti hópum fyrir jólin á öðrum svæðum skógræktarfélagsins eftir samkomulagi. Sjálfboðaliðar úr röðum skógræktarfélagsins hafa veg og vanda af öllum undirbúningi og standa vaktina í sölunni. Sími félagsins er 867-2516 og netfang skogmos@internet.is Veljum íslensk jólatré!