Hamrahlíð
Elsta skógræktarsvæðið er Hamrahlíðin. Þar var byrjað að planta 1957 þegar búið var að gera samning við hjónin Helgu Magnúsdóttur og Sigstein Pálsson á Blikastöðum um leigu á 29,5 hekturum lands til 75 ára. En árið 1990 var samningurinn endurnýjaður og stækkaður í 42,6 hektara. Fyrstu árin var árangurinn ekki eins góður og síðar varð. Bæði var jarðvegurinn rýr og eins var ennþá búfé á svæðinu og reyndist erfitt að halda girðingunni fjárheldri. En með mikilli vinnu tókst að gera þetta svæði að skemmtilegu útivistarsvæði sem er mikið notað. Göngustígar hafa verið lagðir um skóginn og upplýstur malbikaður hjólastígur liggur í gegnum hann endilangan. Jólatrjáasala hefur verið stór þáttur í starfi félagsins frá árinu 1984 og í desember ár hvert leggja því jólabörn á öllum aldri leið sína í Hamrahlíðina til að finna rétta tréð í stofuna.

Lágafell
Fyrstu landgræðsluplönturnar voru gróðursettar í Lágafellið 19 maí 1990. Þar er félagið með samning við Mosfellsbæ um 24 hektara lands til skógræktar. Þar hefur verið sett niður um 100 þúsund plöntur og um það bil 30 tegundir bæði trjátegundir og skrautjurtir.

Þormóðsdalur
Þar hefur félagið 54 ha af leigulandi og hóf að planta þar 1986 og hefur plantað þar um 150 þúsund plöntum.

Háaleiti
Svæðið er 55 ha og þar hefur verið plantað um 80 þúsund plöntum af 7 tegundum. Byrjað var að planta þar 1995. Þarna hefur reynst erfitt að rækta þrátt fyrir mikla vinnu. Bæði hefur verið settur útlendur áburður og húsdýraáburður. Einnig hefur verið sáð heilmiklu af uppgræðslufræi með áburði.

Reykjahvolshlíð
Þar hefur félagið 20 ha af leigulandi. Plöntun hófst þar 1994 og búið er að planta rúmlega 50 þúsund pöntum af 6 tegundum.

Æsustaðahlíð
Í Æsustaðahlíð hefur verið plantað síðan 1992. Landið er 64,4 ha og búið er að planta yfir 80 þúsund plöntum af 7 tegundum. Þar hefur skógurinn dafnað vel sérstaklega furan sem er orðin um 3 metrar sums staðar.

Helgafell
Þar var byrjað að planta 1996. Svæðið er 21 ha og búið að setja niður rúmlega 30 þúsund plöntur af 6 tegundum.

Norður-Reykir
Þar plantaði félagið fyrst 1993 og er með 9 ha lands á leigu frá Mosfellsbæ. Þar er búið að planta nálægt 50 þúsund plöntum af 4 tegundum.

Úlfarsfell
Þar er félagið með 37 ha á leigu í norðurhlíðum Úlfarsfells að Skarhólum. Þar hefur verið plantað tæplega 64 þúsund plöntum frá 1993.

Varmaland
Þar var byrjað að planta árið 2002 og var plantað þar líka 2003 og 2004. Þar hefur félagið 44 ha á leigu og búið er að planta rúmleg 136.000 plöntum.

Brynjudalur
Þar fékk félagið svæði hjá Landgræðslu Ríkisins til að rækta jólatré. Þar hafa félagar gróðursett rúmlega 2000 plöntur í sjálfboðavinnu frá árinu 1998 og er það að mestu fullplantað.
