Háaleiti

Svæðið er 55 ha og þar hefur verið plantað um 80 þúsund plöntum af 7 tegundum. Byrjað var að planta þar 1995. Þarna hefur reynst erfitt að rækta þrátt fyrir mikla vinnu. Bæði hefur verið settur útlendur áburður og húsdýraáburður. Einnig hefur verið sáð heilmiklu af uppgræðslufræi með áburði.