Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar 2025 verður haldinn þriðjudaginn 6. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara  –  2. Skýrsla stjórnar 2024  –  3. Reikningar félagsins 2024  –  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2025  –  5. Kosning stjórnar og endurskoðenda  –  6. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu fulltrúar í stjórn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fara yfir og sýna brot af því besta úr 70 ára sögu félagsins, en félagið var stofnað árið 1955 og er því 70 ára í ár.

Boðið verður upp á veitingar að aðalfundi loknum.